Trivento Malbec Reserve 2018

Trivento er eitt af vínhúsunum í eigu Concha y Toro-fjölskyldunnar frá Chile en það var stofnað árið 1997 í þeim tilgangi að nýta hina stórkostlegu aðstæður til víngerðar sem er að finna í Argentínu „hinum megin“ við Andesfjöllin. Vínin frá Trivento hafa reynst einstaklega traust og hlutfall verðs og gæða með því besta sem maður rekst á.

Malbec-þrúgan er síðan auðvitað sú þrúga sem mesta athygli hefur vakið frá Argentínu þótt hún komi upprunalega frá suðvesturhluta Frakklands. Í dag eru argentínsku Malbec-vínin hins begar bæði mun þekktari og vinsælli en hin frönsku.

Þetta er klassískur argentínskur Malbec. Litur dökkur, út í fjólublátt, krækiber, rifsber og plómur, lakkrís, negull mild eik. Mjúkt í munni, með löngum, þéttum ávexti.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup. Með góðri steik.

  • 8
Deila.