Willm Riesling Réserve 2018

Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi.

Þetta er léttur og þægilegur Riesling, vínið fölgult á lit og nef einkennst af mildri angan af þroskuðum gulum og grænum eplum, perum og sítrónu. Það er ferskt og þægilegt í munni, fín og matvæn sýra, ungt og þægilegt.

80%

2.699 krónur. Frábær kaup. Með bleikju eða laxi.

  • 8
Deila.