Kampavínsviðburður á Max

Jóhann Ingi Reynisson, matreiðslumeistari Max veitingastaðar á Northern Light Inn  í Svartsengi mun ásamt matreiðslumönnum frá Lycée Viticole de la Champagne í  Avise bjóða upp á  5 rétta kvöldverðarseðil sem er paraður með 5 tegundum Sanger kampavína dagana 23.-25. apríl.

Jóhann Ingi hefur í áraraðir unnið með Lycée Viticole de la Champagne, Avise sem er bæði matreiðsluskóli en einnig kampavínsgerðarskóli sem stofnaður var af frönskum yfirvöldum árið 1927. Frá árinu 1952 hefur skólinn framleitt Sanger gæða kampavín og yfir 80% af kampavínsbændum Champagne  hafa sótt þar sína fræðslu í kampavínsgerð.

Vegna einstakrar stöðu sinnar hefur Sanger aðgang að stórum hluta Champagne héraðsins og getur valið þrúgur frá miklum fjölda vínekra á svæðinu. Þrúgurnar sem Sanger notar aðallega eru frá Grand Cru þorpum sem er lykillinn að töfrum Sanger kampavínsins.

Fulltrúar frá Lycée Viticole de la Champagne, verða með stutta fyrirlestra fyrir gesti um leyndardóma kampavínsins þessa daga.

Northern Light Inn hefur sett saman pakka  með fyrirlestri, 5 rétta kampavínsmatseðli, gistingu og morgunmat sem hægt er að bóka á heimasíðu hótelsins.

Deila.