Gerard Bertrand Grand Terroir Tautavel 2017

Rauðvínin frá Cotes du Rousillon svæðinu í Languedoc hafa sinn eigin karakter. Ekrurnar eru langt inn í landi, töluvert yfir sjávarmáli og við erum farin að nálgast Pyreneafjöllin. Eitt af þorpunum sem hefur sína eigin svæðisskilgreiningu eða AOC er þorpið Tautavel en það er hvað þekktast fyrir að í hellum í grennd fundust fyrir nokkrum áratugum elstu mannvistarleifar í Evrópu. Vínbændurnir í Tautavel eru einstaklega glaðlyndi, því kynntumst við þegar að við heimsóttum þorpið í fyrra og tókum þátt í mikilli þorpsveislu sem var með mjög katalónskum brag, hægt er að sjá meira um það hér.

Þessi lífsgleði endurspeglast líka í rauðvínum eins og þessu hér, sem er blanda af Carignan, Grenache og Syrah, þremur sígildum Miðjarðarhafsþrúgum. Vínið er dökkt á lit dimmrautt, kryddaður og heitur ávöxtur í nefi, kirsuber, sólberber, svartar ólífur og ferskar, sólbakaðar kryddjurtir rósmarín og mynta. Flottur tannískur strúktúr og góð sýra, leyfið víninu að opna sig í 1-2 klukkustundir, jafnvel umhellið.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.