Lealtanza Reserva 2012

Bodegas Altanza er með yngri vínhúsum Rioja á Spáni en líka með þeim áhugaverðari. Það var stofnað af hópi athafnamanna í Rioja fyrir rúmum tveimur áratugum, árið 1998 og fyrstu vínin litu dagsins ljós einum fjórum árum síðar. Vínekrur Altanza ná í dag yfir eina 160 hektara og víngerðin er með þeim nútímalegri á svæðin. Þetta er svakalega flott Reserva, hún er orðin átta ára gömul en það eru engin þreytumerki á henni. Liturinn er enn bjartur og djúpur og angan vínsins er seyðandi. Það er kominn þroski í nefið sem lýsir sér í því að ávöxturinn er farinn að víkja fyrir flóknari ilm, þarna er þurrkaður, sætur ávöxtur, potpourri-þurrkuð blóm, leður og viður. Vínið er þykkt og langt i munni, ferskt og nokkuð míneralískt í lokin.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup. Vín fyrir t.d. bestu lambasteikurnar og öndina.

  • 9
Deila.