Trivento Golden Reserve Malbec 2017

Golden Reserve-línuna frá argentínska vínhúsinu Trivento þarf vart að kynna lengur. Þessi vína hafa fyrir löngu unnið sér ákveðinn sess enda hefur hingað til verið hægt að bóka að hægt sé að ganga að frábæru hlutfalli verðs og gæða vísu. Malbec-árgangurinn 2017 er þar enginn undantekning og þrúgurnar komu líkt og í síðustu árgöngum frá Lujan de Cuyo-svæðinu sem er rétt fyrir utan sjálfa borgina Mendoza. Liturinn er djúpur, mjög dökkur, svarfjólublár, þetta er enn mjög ungt vín. Dökkur, þéttur ávöxtur í nefi, sólber, krækiber, þroskaðar plómur, sæt blómaangan og mild eik. Vínið virðist ávaxtaríkara en síðasti árgangur, eikin er meira á bakvið, ávöxturinn framar, mild vanilla og dökt súkkulaði, tannín þétt og nokkuð mjúk, góð lengd og sýra. Umhellið. Vín sem vel má geyma í 3-5 ár.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup. Vín með góðri nautasteik eða lambahrygg / file.

  • 9
Deila.