Trapiche Oak Cask Malbec 2018

Trapiche er með elstu vínhúsum Argentínu og hefur verið mjög umsvifamikið í Mendoza frá fyrri hluta nítjándu aldar. Í dag á Trapiche á annað þúsund hektara af vínekrum og á í samtarfi við nokkur hundruð vínbændur um kaup á þrúgum. Vínið Oak Cask Malbec er eins og nafnið gefur til kynna gert úr Malbec-þrúgunni, sem er meginþrúga Argentínu í rauðvínum, og það hefur legið í eikarámum um nokkurra mánaða skeið fyrir átöppun. Þetta er ferskt og fínt rauðvín, dökkrauður ávöxtur áberandi, dökk kirsuber, berjabaka og mildur viður og vanilla, mjúkt og þægilegt í munni, fínleg tannín.

80%

2.199 krónur. Frábær kaup. Þægilegt og vel gert vín, með grillkjötinu.

  • 8
Deila.