Pazo Barrantes 2018

Oftar en einu sinni höfum við spurt af hverju í ósköpunum ekki séu fleiri Albarino-vín frá héraðinu Rias Baixas í Galisíu til sölu hér á landi? Af einhverjum ástæðum hafa þessi ljúffengu Galisíu-vín aldrei náð að festa sig almennilega í sessi hér á landi. Vonandi verður breyting þar á. Pazo Barrantes er vínhús í eigu Cebrián-Sagarriga fjölskyldunnar sem einnig á hið sögufræga Marques de Murrieta í Rioja. Rétt eins og Murrieta er með betri Rioja-vínum er Barrantes með betri Rias Baixaz vínum.

Vínið er fölgult, það hefur heillandi blóma- og sítrusangan, sítróna, sítrónubörkur, melóna, gul, þroskuð epli og lárviðarlauf. Þétt og nokkuð feitt, þægilega sýrumikið.

Deila.