Montes Sauvignon Blanc Reserva 2019

Aurelio Montes hefur verið einn áhrifamesti víngerðarmaður Chile síðustu tvo áratugina. Að undanförnu hefur sonur hans smám saman verið að taka aukna ábyrgð á víngerð hússins og sjálfur tók Aurelio í apríl 2019 við formennsku í samtökum víniðnaðarins í Chile, Vinos de Chile.

Sauvignon-þrúgurnar sem hér eru notaðar koma frá Aconcagua Costa sem er eitt af undirsvæðum Aconcagua, svæðinu í kringum Valparaiso, norður af höfuðborginni Santiago. Fjögur minni víngerðarsvæði heyra undir Aconcagua þau Casablanca, Aconcagua Costa, Leyda og Valle de Aconcagua. Svæðið er ekki síst þekkt fyrir fersk hvítvín.

Vínið er ljóst, fölgrænt og angan fersk, sæt límóna og límónubörkur, greipávöxtur, grænn aspas og hvít blóm. Það er brakandi ferskt í munni, þurrt og þétt.

80%

2.199 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum fiski og sítrónu, fordrykkur í sumarsólinni.

  • 8
Deila.