Salat með grilluðum kúrbít, sítrónu, feta og myntu

Kúrbítur er kannski ekkert afskaplega spennandi áður en hann er eldaður en þegar búið er að grilla hann breytist hann í algjört sælgæti. Grillaður kúrbítur er uppistaðan í þessu ferska sumarsalati sem er frábært með flestum grillmat, ekki síst grilluðum kjúklingi. Við mælum líka með því að nota grískan fetaost, hann er unninn úr kindamjólk og geitamjólk og er öðruvísi en sá íslenski sem er úr kúamjólk. Sá gríski á betur við hér.

  • 2 kúrbítar, skornir í ca 1 sm þykka bita
  • fínrifinn börkur af einni sítrónu
  • safi úr hálfri sítrónu
  • 1/2 dl ólífuolía
  • lúka af fetaosti skornum í bita
  • lúka af saxaðri myntu
  • 1 tsk þurrkað óreganó
  • salt og pipar

Blandið saman olíu, sítrónusafa, sítrónuberki og óreganó í skálinni sem að þið ætlið að bera salaði fram í.

Skerið kúrbítinn í bita og veltið upp úr eða penslið með olíu. Grillið þar til að bitarnir eru orðnir alveg mjúkir og hafa tekið á sig góðan lit.

Blandið saman við sítrónu- og olíusósuna.

Leyfið kúrbítnum að kólna aðeins. Áður en salatið er borið fram er fetaosti og myntu blandað saman við og bragðað til með salti og pipar.

 

 

Deila.