Finca San Martin Crianza 2017

Finca San Martin er eitt af vínum La Rioja Alta sem er eitt af stærstu nöfnunum í Rioja. Það kemur frá vínbúgarðinum Torre de Oña. Árið 2017 var erfitt að mörgu leyti þar sem að ekrurnar urðu fyrir töluverðum búsifjum er fraus að næturlagi í lok apríl. Það gerði að verkum að stóru vínin frá Torre de Oña voru ekki framleidd það ár og allar þrúgurnar er venjulega fara í ofurvínið Finca Martelo fóru að þessu sinni í Crianza-vínið Finca San Martin sem er í einu orði sagt frábært.  Dökkt, fjólublatt, tignarlegt og rismikið, dökkrauður ávöxtur, tannískt, sýrumikið og ferskt. Eikin og ávöxtur í frábæru jafnvægi, eikin tekur ekki yfir í ilmkörfu heldur komplementerar ávöxtin og gefur víninu flottan strúktúr. Langt heldur áfram og gefur bara í eftir því sem það er lengur í munni.

100%

2.699 krónur. Frábær kaup. Stórkostlegt vín á þessu verði, stendur alveg í hárinu á töluvert dýrari vínum. Með öllu rauðu kjöti.

  • 10
Deila.