La Tire 2019

Fitou er elsta AOC-svæðið í franska Miðjarðarhafshéraðinu Languedoc-Roussillon og vín hafa verið ræktuð á svæðinu í árþúsundir. La Tire er rauðvín úr þrúgunum Carignan og Syrah frá vínhúsi Jeff Carrel en nokkur mjög athyglisverð vín frá því húsi eru nú komin í sérpöntun. „La Tire“ er franskt slanguryrði yfir bifreið og miðann prýðir mynd af Citroen bragga eða 2CV (dusjévó) eins og Frakkar kalla þessi erkifrönsku bifreið sem fór fyrst í framleiðslu árið 1948, sama ár og Fitou fékk skilgreiningu sem AOC-víngerðarsvæði. Þetta er ungt, kröftugt og aðlaðandi vín. Í nefi dimmrauður kryddaður ávöxtur, þurrkaðar kryddjurtir með vott af anís, míneralískt, kalk, tannískt og hressileg fersk sýra.

80%

3.498 krónur. Frábær kaup. Með lambi. Sérpöntun.

  • 8
Deila.