Salvaje 2019

 Salvaje er ágætis náttúruvín frá Emiliana í Chile sem um árabil hefur verið leiðandi í lífrænni ræktun. Þrúgurnar, sem eru hin rauða Syrah og 7% af hvítu Roussanne, eru ræktaðar í Casablanca-dalnum og víngerðin á sér stað með náttúrulegum gerlum og vínið er stabilíserað með náttúrulegum aðferðum en ekki súlfíti. Liturinn er djúpur og dimmblár, út í svarblátt og ilmur vínsins er þykkur og berjasultukenndur, bláber og krækiber, lyng, í munni er það mjúkt og ferskt, sætur, pipraður berjaávöxtur.

80%

2.999 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.