Bassermann-Jordan Grauer Burgunder S 2017

Þýsk vínhús heita oft löngum nöfnum og það á við um Bassermann-Jordan sem heitir fullu nafni Weingut Geheimer Rat dr. von Bassermann-Jordan. Það á sér langa sögu, stofnað af Bassermann-Jordan-fjölskyldunni árið 1718, en hún hefur verið fyrirferðarmikil ekki bara í þýska víngeiranum heldur einnig menningarlífi og stjórnmálum. Vínhúsið er í Deidesheim í Pfalz og vínin með þeim bestu frá Þýskalandi. Þetta vín er Grauer Burgunder (Pinot Gris) í Linie S en það er gert þegar vel árar úr þrúgum frá ekrum Deidesheim og Rupertsberg. , Fölgult, þurrkaður ávöxtur, epli út í suðrænan ávöxt, ristaðar hnetur, reykur, mikil fylling í munni, mjög þurrt og sýruríkt með smá beiskleika.

90%

4.299 krónur. Frábær kaup. Með ljósu kjöti, t.d. kalkún.

  • 9
Deila.