Laurent-Perrier La Cuvée Brut

Kampavínshúsið Laurent-Perrier er rúmlega 200 ára gamalt, stofnað árið 1812. Það er eitt af fáum „stórum“ kampavínshúsum sem er enn í fjölskyldueigu. Stíll Laurent-Perrier einkennist ekki síst af háu hlutfalli af Chardonnay í blöndunni, yfirleitt um helmingur í La Cuvée, hinn helmingurinn Pinot Noir og Pinot Meunier. Þetta er fínlegt og fágað kampavín, freyðir með fínlegum bólum, ferskt með sítrusberki í nefi, þroskuðum gulum eplum, hvítum blómum, smá vottur af brioche, þurrt og stílhreint.

90%

6.753 krónur. Fullkominn fordrykkur.

  • 9
Deila.