
Vínið M frá Montes er ekki bara eitt besta vín þessarar mögnuðu víngerðar heldur jafnframt eitt af bestu Cabernet Sauvignon-vínum Chile. Aurelio Montes var einn af þeim fyrstu sem að nýttu sér einstakar aðstæður til vínræktar í Colchagua-dalnum en óvíða nýtur Cabernet sín betur. Þetta er klassísk Bordeaux vinstribakkablanda, um 80% er Cabernet en restin Petit Verdot, Merlot og Cabernet Franc. Vínið dimmfjólublátt, djúpur, sætur og kryddaður sólberjaávöxtur, vindlakassi í massavís, sætur, eikaður ávöxtur, kandís og mynta, í munni stórt og mikið en líka mjúkt og elegant, vín sem má geyma um árabil, en til hvers, er alveg á toppnum núna.
100%
8.998 krónur. Frábær kaup. Með nautasteik eða villibráð.
-
10