Ardenghi Valdobbiadene Prosecco 2018

Ardenghi er Prosecco-framleiðandi á Valdobbiadene-svæðinu sem er talið eitt besta framleiðslusvæði þessa vinsæla freyðivíns og annað tveggja svæða sem er flokkað sem DOCG í ítalska gæðakerfinu. Þrúgan er auðvitað Glera og vínið er flokkað sem Extra Dry og því ekki eins þurrt og Brut-vínin. Ljóst og freyðir með þéttum, fínlegum bólum. Þroskuð gul epli, blóm, ristaðar möndlur og smá ger í nefi. Ferskt, elegant og þétt með mildri sætu í ávextinum.

80%

2.990 krónur. Frábær kaup. Þetta er fágaður og vandaður Prosecco í betri kantinum.

  • 8
Deila.