Louis M. Martini Sonoma County Cabernet Sauvignon 2016

Martini-fjölskyldan sem stofnaði víngerðina Louis M. Martini í byrjun síðustu aldar kom upphaflega frá Genoa á ítalíu en árið 2002 festi Gallo-fjölskyldan kaup á vínhúsinu. Louis M. Martini hefur verið framarlega í kalifornískri vínframleiðslu og topp Napa-vínið Lot 1 meðal annars fengið fullt hús stiga eða 100 punkta hjá Robert Parker. Þetta Cabernet vín sem hér um ræðir kemur hins vegar frá stórsvæðinu Sonoma County en undir það falla ein 18 AVA-svæði en AVA er svipuð skilgreining og í franska appelation-kerfinu. Dimmrautt með krydduðum dimmrauðum berjaávexti, sólberjum og kirsuberjum í bland við negul, kandíssykur og vanillu, reykur. Þykkt, tannín mjúk, langt og þétt. Hörku grillsteikarvín.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.