Chateau Beau-Site 2017

Það voru ansi margar áskoranir sem að mættu vínræktendum í Bordeaux árið 2017. Um vorið urðu margir fyrir búsifjum er frost lagðist á viðkvæman vínviðinn og þegar komið var að uppskeru var mikið um rigningu. Mörgum vínhúsum tókst hins vegar að spila vel úr erfiðri stöðu og gera hið prýðilegustu vín. Beau-Site er í Saint-Estephe, nyrst á Médoc-skaganum og slapp við frost þar sem ekrurnar njóta góðs af nálægðinni við Gironde-fljótið. Vínið er ferskt með hreinum og fínum sólberjaávexti, kóngabrjóstsykur, smá mynta, dökkt súkkulaði og mildur sedrus-vindlakassi og reykur úr eikinni. Tannín þétt og fínleg, vínið ferskt og þægilegt. Þetta er kannski ekki langhlaupari en klassískt og fínt Médoc-vín sem má njóta næstu fimm árin.

80%

5.195 krónur. Mjög góð kaup. Með önd eða lambakjöti.

  • 8
Deila.