Marques de Casa Concha Etiqueta Negra 2018

Lengi vel hefur í Chile verið lögð meiri áhersla á þrúgurnar sem notaðar eru í vínið en hvar þær eru ræktaðar. Það hefur hins vegar smám saman verið að breytast eftir því sem að vitund um eðli ólíkra svæða verður meiri.  Á flöskumiða Etiqueta Negra er þannig ekki að finna þrúgunöfn stórin stöfum heldur lögð áhersla á svæðið Puenta Alto, sem er eitt af bestu Cabernet-svæðum, Chile, hlutmengi í Alto Maipo .Þaðan koma meðal annars vínin Almaviva, Chadwick og Don Melchor.

Þrír fjórðu af víninu er Cabernet Sauvignon en síðasti fjórðungurinn Cabernet Franc og Petit Verdot. Þetta er ungt og hörkufínt vín, dökkur berjaávöxtur tekur á móti í nefinu, krækiber og sólber með mildri myntu, viðurinn framarlega, ristuð eik og kaffi, þykk, mjúk og fersk tannín, margslungið, þurrt og töluvert míneralískt.

90%

3.999 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu nautakjöti.

  • 9
Deila.