Gerard Bertrand Cotes de Roussillon Villages Tautavel 2018

Tautavel er þorp í frönsku Katalóníu sem hefur að geyma mikla og merkilega sögu. Við segjum aðeins nánar frá þessu merkilega vínsvæði hér. Þrúgurnar í þessu víni eru þrjár helstu þrúgur franska Miðjarðarhafssvæðisins, þær Grenache, Syrah og Carignan. Dimrautt, í nefinu villt ber, kryddjurtir, villt rósmarín og fennel, þægilegur beiskleiki í ávextinum í munni, vínið tannískt og kröftugt. . 

80%

2.999 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu lambi og rósmarín, ratatouille og öðrum Miðjarðarhafsmat.

  • 8
Deila.