Fontanafredda Ebbio Langhe Nebbiolo 2019

Vínin frá Fontanafredda eiga sér langa sögu á íslenska markaðnum og um það leyti sem að maður fór að velta vínum fyrir sér var vín frá húsinu eina Barolo-vínið sem hér var fáanlegt. Fontanafredda hefur líka verið með helstu framleiðendum í Langhe í Piedmont frá því að vínhúsið var stofnað 1858. Þetta vín er mjög ungt Nebbiolo, sem er sama þrúga og stóru Barolo og Barbaresco-vínin eru gerð úr. Það hefur bjartan rauðan litan, rauður ávöxtur, kirsuber og jarðarber og þurrkuð blóm í nefinu, smá „potpourri“, ferskt með mildum tannínum, töluvert mikilli, ferskri sýru, þægilegt og flott matarvín.

80%

3.497 krónur. Frábær kaup. Þetta er mjög gott matarvín, flott með einföldum ítölskum mat, góðri pizzu eða pasta með kjötsósu.

  • 8
Deila.