E. Guigal Cotes-du-Rhone 2017

Guigal er eitt rómaðasta vínhús Frakklands og því ætti ekki að koma á óvart að byrjunarvínin þeirra á borð við Cotes-du-Rhone eru í sérklassa. Stíllinn einkennist af háu hlutfalli af Syrah-þrúgunni (50%) sem fær félagsskap af Grenache og Mourvédre. Vínið er mjög dökkt og ávöxturinn í nefinu svartur, krækiber og bláber, þurrkuð ber og kryddjurtir, heitt og kryddað, svolítið piprað, þurrt með ferskri sýru og kröftugum tannínum, endirinn langur og kryddaður.

90%

2.899 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu lambakjöti og kryddjurtum á borð við rósmarín.

  • 9
Deila.