Matua Sauvignon Blanc 2019

Bræðurnir Bill og Ross Spence státa sig af því að hafa framleitt fyrsta Sauvignon Blanc-vín Nýja-Sjálands. Faðir þeirra var vínræktandi skammt og þeir bræður byrjuðu snemma að fikra sig áfram á sömu braut. Á sjöunda áratugnum keyptu þeir landskika skammt frá Auckland og fyrstu 400 flöskurnar af nýsjálensku Sauvignon Blanc-víni litu dagsins ljós 1974. Nefndu þeir vínið Matua eftir veginum sem vínekran var við, Matua Road. Í dag er Sauvignon Blanc auðvitað einkennisþrúga landsins og Matua-vínin koma frá Marlborough-svæðinu líkt og flest önnur Sauvignon-vín landsins. Þetta er sjarmerandi og aðgengilegt hvítvín, sæt límóna og límónubörkur, greipávöxtur og þroskað ástaraldín, grösugt og kryddað. Ferskt og sýruríkt í munni með ágætlega þykkum ávexti, mild og þægileg selta í lokin.

80%

2.750 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu sjávarfangi. Með sushi.

  • 8
Deila.