Fontanafredda Gavi di Gavi 2019

Gavi eru einhver þekktustu hvítvín Ítalíu þó að nafnið geti vissulega verið ruglingslegt. Það er nefnilega til Gavi og Gavi di Gavi og meira að segja Gavi del Comune del Gavi. Öll eru þau gerð í sama héraðinu (Piedmont) og úr Cortese-þrúgunni. Hin ólíku heiti gefa hins vegar til kynna hvaðan innan héraðsins vínið gefur. Gavi di Gavi eru þannig vín af ekrum innan margar borgarinnar Gavi.

Gavi-vínin eru best ung og fersk og það á svo sannarlega við hér. Fagurgult með brakandi ferskum ferskju- og blómaangan, græn og gul epli, sýrumikið og langt. Flottur sumarfordrykkur eða með mat.

80%

3.390 krónur. Mjög góð kaup. Með grilluðum fiski.

  • 8
Deila.