La Celia Elite Malbec 2017

Uco er eitt af undirsvæðum Mendoza og það svæði sem hefur verið að vekja hvað mesta athygli síðustu árin. Það teygir sig hátt upp í átt að hlíðum og hæstu ekrurnar eru í um 1300 metra hæð yfir sjávarmáli. Sá fyrsti til að gróðursetja Malbec í Uco var hins vegar Eugene Bustos árið 1882. Nokkrum árum síðar byggði hann víngerð og nefndi vínin eftir dóttur sinni Celiu, sem síðar átti eftir að taka við stjórninni. Í kringum aldamótin eignaðist San Pedro eitt af stærstu vínfyrirtækjum Chile La Celia og fór í miklar fjárfestingar og endurnýjun á vínekrum og víngerð. Þetta er fínlegur og elegant Malbec, stíllinn allt að því evrópskur frekar en nýjaheims, vínið dimmrautt með dökkum, þurrkuðum kirsuberjum, krækiberjum og dökku súkkulaði, í munni þurrt, fersk og fín sýra, eikin er hófstillt út í gegn, kryddað í lokin.

90%

3.499 krónur. Frábær kaup. Elegantur og flottur Argentínu-Malbec.

  • 9
Deila.