Vina Ardanza Reserva 2012

Vina Ardanza frá La Rioja Alta er eitt af bestu vínum Rioja héraðsins, gert úr Tempranillo-þrúgum frá undirsvæðinu Rioja Alta. Upp á síðkastið hefur hið stórkostlega 2010 vín frá þessu húsi verið fáanlegt hér og nú er árgangurinn að skipta yfir í 2012. Það er þó nokkur karaktermunur á milli þessara árganga vínsins, 2012 er kryddaðra, þroskaðra og að mörgu leyti klassískara Rioja-vín af gamla skólanum í bestu merkingu þess orðs. Liturinn er fairnn að sýna þroska, mórauðleitur og í nefinu er þurrkaður rauður kirsuberjaávöxtur að víkja fyrir dökku súkkulaði, appelsínuberki, tóbakslaufum og leðri, það er þykkt og margslungið í munni, þurrt, kryddað og míneralískt, tannín mjúk og kröftug.

100%

4.750 krónur. Frábær kaup. Stórkostlegt vín á þessu verði. Með vel hanginni nautasteik eða lambi. Með mildri villibráð. Með ostum.

  • 10
Deila.