Troublemaker by Austin Hope

Hope-fjölskyldan tók sín fyrstu skref í vínrækt skömmu eftir að hún flutti til Paso Robles í Kaliforníu fyrir rúmum fjörutíu árum. Fyrst um sinn voru þrúgur af ekrum fjölskyldunnar seldar öðrum framleiðendum, ekki síst Caymus. Eftir að Austin Hope tók við taumunum einungis 22 ára gamall breyttust áherslurnar yfir í að leggja meira upp úr eigin víngerð og jafnframt ræktun á suður-frönskum þrúgum til viðbótar við Cabernet Sauvignon.

Á sama átti Paso Robles vaxandi hylli að fagna sem víngerðarsvæði og hefur Hope-fjölskyldan verið leiðandi í þeirri þróun. Hope Family Wines framleiða í dag vín í fimm vörulínum Liberty School, Treana, Quest, Austin Hope og Troublemaker. Þau skipa sér sum í hóp helstu vína Kaliforníu og má nefna að Austin Hope Cabernet var valið á topp tíu lísta Wine Enthusiast yfir bestu vín heims árið 2019.

Troublemaker er fjölbreytt blanda, í henni eru Syrah, Grenache, Mourvédre, Zinfandel og Petite Sirah. Svarfjólublátt og djúpur litur, sætur berjaávöxtur, út í berjaböku og bláberjasultu, sæt vanilla og kaffi, eikin er áberandi, í munni þykkt og feitt, þéttur strúktur með mjúkum tannínum. Þetta er ekki árgangsvín, yfirleitt eru vínin í blöndunni úr þremur árgöngum þar sem ólíkar þrúgur hafa verið geymdar mislengi á eik. 

90%

4.698 krónur. Frábær kaup. Voldugt og mikið vín.

  • 9
Deila.