Domaine de Malandes Petit Chablis 2020

Petit Chablis eru vín úr þrúgum utan geta þegar best lætur verið alveg hreint prýðisgóð vín. Munurinn á Chablis og Petit Chablis er landfræðilegur eða jafnvel öllu heldur jarðfræðilegur, Petit Chablis eru ekrur þar sem kalksteinninn sem er svo einkennandi fyrir jarðveginn er frá yngri jarðfræðilegu tímabili en engu að síður milljóna ára gamall. Domaine de Malandes er lítið fjölskyldurekið vínhús sem hefur lengi verið í uppáhaldi og þessi Petit Chablis staðfestir ágætlega hvers vegna. Þetta er auðvitað Chardonnay eins og önnur Chablis-vín, ávöxturinn er hreinn, tær ungur og ljúffengur. Ferskur og sætur sítrus, límóna og greip, míneralískt og fersk sýra, fín lengd.

80%

2.799 krónur. Frábær kaup. Með smjösteiktri eða grillaðri bleikju og sítrónu. Með sushi.

  • 8
Deila.