Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2018

Casa Concha-línan frá Concha y Toro er mjög áhugaverð en hún endurspeglar fjölbreytileika vínsvæða Chile. Cabernet Sauvignon-vínið er gert úr þrúgum frá Maipo þar sem mörg af bestu rauðvínum landsins eru framleidd. Dimmfjólublátt með sætri og kryddaðri sólberja- og krækiberjasafaangan, vottur af sedrusviði og myntu, þurrt, ferskt og bjart í munni.

80%

3.299 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.