Montecillo Edicion Limitada 2015

Edicion Limitada er eitt af toppvínum Montecillo í Rioja og jafnframt eitt það nútímalegasta í stílnum. Það eru sérvaldar þrúgur af bestu svæðunum sem fara í þetta vín sem framleitt er í mjög takmörkuðu magni og hlutföllin eru 70% Tempranillo og 30% Graciano. Liturinn er djúpur, dökkur, sýnir byrjandi þroska. Nefið þykkt, sætt og margslungið, svartur, þroskaður nær þurrkaður ávöxtur rennur saman við kryddaða eikina, vindlakassa, smá reyk og leður, þétt í munni með mjúkum, kröftugum tannínum, míneralískt og langt. Elegant og flott Rioja-vín að nálgast toppinn í aldri. Drekkið á næstu 5 árum.

100%

3.399 krónur. Frábær kaup. Einstaklega flott vín á þessu verði og tekur einkunn mið af því. Með góðri nautasteik. Með fylltum kalkún.

  • 10
Deila.