Porcupine Ridge Sauvignon Blanc 2021

Porcupine Ridge er framleitt af vínhúsinu Boukenhoutskloof í Suður-Afríku og þrúgurnar sem notaðar eru í vínið koma frá stórsvæðinu Western Cape, m.a. frá Robertson, Stellenbosch og Western Coast. Þetta er um flest klassískur nýja-heims Sauvignon Blanc í þeim stíl sem Ný-Sjálendingar ruddu brautina með. Fölgult með skarpri og sætri angan af lime, limeberki, greipávexti og lemongrass, vottur af grænni papriku. Ávöxturinn er bjartur, hefur milda sætu án þess að verða væmin og nægjanlega sýru til að lyfta víninu upp og gefa því ferskan blæ.

80%

2.189 krónur. Frábær kaup. Þetta er sjarmerandi, suðrænt og sumarlegt hvítvín. Tilvalið sem fordrykkur eða með t.d. grillréttum með asískum blæ.

  • 8
Deila.