Ventisquero Grey Pinot Noir 2019

Ventisquero er ein af mörgum athyglisverðum víngerðum sem hafa verið að líta dagsins ljós í Chile síðustu árin. Vínhúsið er stofnað 1998 og hafa vínin verið að vekja vaxandi athygli. Pinot Noir-þrúgurnar í þetta rauðvín eru ræktaðar í Leyda í San Antonion dalnum, rauður ávöxtur ríkjandi í nefinu kirsuber og þroskuð jarðarber en einnig plómur, mildir eikartónar og krydd, smá negull og reykur. Milt, létt og mjúkt.

70%

3.599 krónur. Góð kaup, berist fram örlítið svalt, ca 16 gráður, t.d. með grilluðum kjúkling.

  • 7
Deila.