
La Sereine er á sem rennur í gegnum víngerðarhéraðið Chablis í norðurhluta Búrgund og samefnt þorp og því við hæfi að vinsælasta Chablis-vín vínsamlagsins La Chablisienne skuli vera kennt við hana. Chablis er líklega eitt þekktasta hvítvín Frakklands og raunar veraldar og er eins og nær öll hvítvín Búrgundarhéraðs framleitt úr einni þrúgu nefnilega Chardonnay. 2018-vínið er enn ungt en sýran er farin að mýkjast og þótt vínið hafi enn góðan ferskleika er áferðin þykk og örlítið smjörkennd. Sítrusávöxtur er ríkjandi, sítrónubörkur og pera, míneralískt.
80%
3.699 krónur. Frábær kaup. Með humar og öðrum skelfisk.
-
8