
Saga vínhússins Paul Mas í Languedoc í Suður-Frakklandi hófst árið 1892 þegar að Auguste Mas kaupir fyrstu vínekru fjölskyldunnar, átta hektara að stærð nærri þorpinu St. Pons de Mauschiens. Í dag er Mas með þeim stærri í Languedoc og eru tugir minni vínhúsa komin undir regnhlíf vínhússins. Eitt þeirra er Chateau Capendu á undirsvæðinu Corbieres og er eignin staðsett skammt frá hinni sögufrægu borg Carcassonne. Þetta er grunnvínið frá Capendu, blanda úr Syrah og Grenache. Liturinn út í fj´ólublátt, svört ber, súkkulaðikirsuber „mon cheri“, möndlubrjóstsykur, reykur, fennelfræ og „garrigue“ sólþurrkaður miðjarðarhafsgróður.
90%
3.490 krónur. Frábær kaup. Alþjóðlega sinnaður Suður-Frakki sem passar t.d. vel með grillkjötinu.
-
9