Finca San Martin 2019

Finca San Martin er Crianza-vín frá Torre de Ona sem er þó gæðalega séð alveg sambærilegt við mörg Reserva-vín. Alls telja ekrur Torre de Ona 46 hektara og skiptast á milli vínanna Finca San Martin, Martelo og flaggskipsins Torre de Ona. San Martin er hreint Tempranillo og um 60% af blöndunni hefur legið í sextán mánuði í nýrri amerískri eik en restin er látin þroskast í notuðum tunnum úr franskri eik. Eikin er mild, framarlega í ilmkörfunni, sæt og þykk vanilla, tóbakslauf, ávöxturinn rauður, djúpur og þroskaður, kirsuber. Tannín hafa góða festu, gefa víninu fyllingu en þau eru mjúk eins og áferðin öll.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup. Topp Rioja fyrir verð.

  • 9
Deila.