Gerard Bertrand Picpoul de Pinet 2022

Þrúgan Picpoul eða Piquepol hefur verið ræktuð öldum saman í suðurhluta Frakklands og árið 1618 skráði þekktasti grasafræðingur Frakka á þeim tíma að hún væri ein helsta þrúga Languedoc. Af því er undirheiti þessa hvítvíns frá Gerard Bertrand, An 1618, leitt. Á síðastliðnum árum hefur hins vegar farið minna fyrir því og Picpoul-vínin hafa fyrst og fremst verið notuð sem grunnvín í suður-frönsk vermút. Þetta er hins vegar ljómandi fínt sumarvín frá Bertrand, fölgult, í nefi sítrus, limebörkur, sítróna, ferskt og þætilegt.

80%

2.899 krónur. Ferskt og flott sumarvín.

  • 8
Deila.