
Það var lengi vel í hugum margra nánast samnefnari á milli Chianti-vína og vínhússins Ruffino. Það var frumkvöðull í útflutningi Chianti-vína og því fyrstu kynni margra hér á árum áður af vínum héraðsins.
Riserva Ducale var fyrst framleitt árið 1927 til heiðurs greifanum af Aosta og hefur æ síðan verið flaggskip Ruffino. Stíll vínsins hefur þróast töluvert á síðustu árum, það er orðið nútímalegra og „alþjóðlegra“. Vínið er dimmrautt, með angan af sætum og þroskuðum berjum í nefi, kóngabrjóstsykur, lyng og kryddjurtir. Þétt í munni, ferskt með mjúkum og fínum tannínum.
90%
4.199 krónur. Frábær kaup. Þetta er flottur Chianti Classico á þessu verði, matvænt vín fyrir allan góðan ítalskan mat, ekki síst pasta með "rauðum" sósum.
-
9