Kartöflusalat er hægt að gera á óendanlega vegu. Hér er það stökksteikt beikon sem gefur tóninn.
Hráefni:
- 800 g kartöflur
- 150 g beikon
- 3 sellerístönglar
- 1 laukur
- 1 dós sýrður rjómi (10%)
- 2 harðsoðin egg
- 2 msk Dijon-sinnep
- 2 msk vínedik
- 2 dl sýrðar gúrkur, saxaðar fínt
- 2 tsk sykur
- 2 tsk sellerífræ
- 1/2 tsk Cayennepipar
Aðferð
- Sjóðið kartöflurnar. Flysjið og skerið í teninga.
- Skerið lauk og sellerí í litla teninga. Setjið í pott með sjóðandi vatni í 1 mínútu. Hellið í sigti. Kælið.
- Skerið beikonið í litla bita. Gott er að geyma pakkann í frysti í um klukkustund áður en beikonið er skorið. Hitið olíu á pönnu og steikið beikonibitana á miðlungshita þar til þeir eru orðnir stökkir. Rúmar fimm mínútur. Hellið olíunni frá og þerrið bitana á eldhúspappír.
- Blandið saman sýrðum rjóma, söxuðum sýrðum gúrkum, sinnepi, sellerífræjum, vínediki og Caynne-pipar
- Blandið kartöflum, lauk og sellerí saman við sýrða rjómann.
- Blandið beikonbitunum saman við.
- Skerið egginn í eggjaskera, fyrst langsum og síðan þversum. Blandið saman við.
Geymið í ísskáp áður en salatið er borið fram.