Lennon-kvöld í Viðeyjarstofu

Kvölddagskrá til heiður John Lennon verður í Viðeyjarstofu fjögur kvöld í október og nóvember. Það eru Gallery Restaurant á Hótel Holti og Elding hvalaskoðun sem standa fyrir dagskránni.

Dagskráin samanstendur af þriggja rétta kvöldverði, lifandi tónlist og frásögnum tileinkuðum lífi John Lennon, Yoko Ono og lífsýn þeirra.

Þórunn Lárusdóttir, sem er kynnir og veislustjóri, stígur á stokk og fer yfir sögu John Lennon og baráttu hans og Yoko Ono fyrir heimsfriði.

Jón Ólafsson, Pétur Örn Guðmundsson og Einar Þór Jóhannsson leika lög eftir Lennon þar sem ást og friður verður aðalviðfangefni hljómsveitarinnar.

Friðgeir Ingi Eiríksson á Gallery Restaurant Hótel Holti, hefur sett saman þriggja rétta máltið með skírskotun í lagatexta og líf Lennon.

Eftir sýninguna verður leiðsögn að Friðarsúlunni, einu merkasta listaverki Yoko Ono. Súlan lýsir upp himininn og er tákn um eina helstu ósk þeirra hjóna.

Verðið er 12.900.- og er innifalið í því ferja, skemmtun og kvöldverður.

Miðasala er á www.midi.is

Dagsetningar eru: 9. október – 21. október – 4. nóvember – 18. nóvember

Matseðill

“Breakfast & dinner” – Hunangsgljáður kalkúnn ásamt beikoni, kornflögum, þurrkuðum ávöxtum, þeyttum eggjum og “tea drops”

Nautafillet í sinnepsósu ásamt eftirlætis kirsuberjasósu John Lennon

Súkkulaðikaka með sykurpúðum, “small strawberry field” og karamelluís

Deila.