Þetta er rauðvín frá Saint-Emilion í Bordeaux í Frakklandi. Þorpið Saint-Emilion er á hægri bakkanum svokallaða en vínin sem þar eru ræktað eru alla jafna með Merlot-þrúguna ríkjandi í blönduna. Bordeaux er eitt magnaðasta vínræktarsvæði heims en því miður er orðið erfitt að finna virkilega góð vín þaðan hér á landi, sem ekki eru í efri verðflokkum. Þeim mun skemmtilegra þegar að maður rekst á slík.
Þykkt og flott, brómber, sólber, kalkt, vottur lakkrís og eik, ágætlega þétt og nokkuð kjötmikið, gott tannískt grip. Vel gert vín. Þarf tíma til að opnast og því er mælt með að víninu sé umhellt 1-2 klukkustundum áður en það er borið fram.
2.990 krónur. Góð kaup.