Leitarorð: lambalæri

Uppskriftir

Nú er uppskeru- og sláturtíð á Íslandi og um að gera að nýta sér það til fulls í eldhúsinu. Og hvað er betra en íslenskt lamb með íslensku grænmeti, ekki síst nú þegar íslenski kúrinn er að komast í tísku?

Uppskriftir

Þessi kryddlögur hentar einstaklega vel með lambalæri og það er hægt að nota jafnt lambalæri sem sneiðar af innralæri. Sérríið skiptir miklu máli enda ræður það ferðinni í bragðinu.

Uppskriftir

Lærið er einhver besti bitinn af lambinu eins og Íslendingar þekkja vel. Til að grilla það er best að láta kjötborðið úrbeina það og skera í „butterfly“. Með því að láta það liggja í þessum kryddjurta- og rauðvínslegi fáið þið magnaða máltíð.

Uppskriftir

Það eru kryddjurtir Suður-Evrópu sem gefa lambinu bragð í þessari uppskrift: Salvía, oreganó og rósmarín. Best er að nota ferskar kryddjurtir en þurrkaðar koma einnig til greina.

Uppskriftir

Lamb er mikið borðað á Ítaliu en matreiðslan yfirleitt með nokkuð öðrum hætti en við Íslendingar eigum að venjast. Hér er uppskrift frá héraðinu Púglia syðst á Ítalíu þar sem lærið er eldað með kartöflum og lauk. Best er að nota lítið læri sem kemst fyrir í góðum potti eða ofnskúffu ef hækillinn er sagaður af.

1 2