að eru til steikur og svo eru til alvöru steikur. Grillsteik er í hugum flestra steik fyrir einn þó hún geti vissulega verið væn 3-400 gramma Ribeye eða T-Bone. Það er hins vegar líka hægt að taka mun stærri steikur og grilla með stórkostlegum árangri. Fátt er girnilegra en stórsteik á beini á grillveisluborðinu.
Það er hægt að nota nokkrar útgáfur af nautasteik með þessari uppskrift, t.d. Ribeye, lund eða T-bone enda er það meðlætið sem er í aðalhlutverki hér ekki síst sósan sem kemur frá Piemont á Norður-Ítalíu en þar er hún kölluð Bagnet Ross.
Diane er sósa sem passar einstaklega vel við nautakjöt, hvort sem notuð er T-Bone, Ribeye eða nautalund. Sósan er mjög fljótleg og hægt að gera á meðan að kjötið jafnar sig eftir steikinguna.
Bistecca alla Fiorentina eða nautasteik að hætti Flórensbúa er einn af þekktustu réttum Toskana. Hér skiptir öllu að nota hágæða steik, T-Bone eða Porterhouse. Í Toskana kemur ekkert annað til greina en steik af Chianina-nautgripum.
Það eru tómatarnir sem leika aðalhlutverkið í þessari uppskrift. Smassaðir tómatar eða Pomodorini Schiaciatti eru aðferð sem vinsæl er í Púglíu. Það er best að nota litla safaríka tómata, t.d. heilsutómata eða kirsuberjatómata.