Það þarf ekki að hafa mikið fyrir hreindýrakjöti til að það njóti sín. Hér dregur síder- og koníakssósa fram það besta í kjötinu ásamt rösti-kartöflum með beikoni og púrru.
Það eru fastar hefðir í kringum rjúpuna á mörgum íslenskum heimilum. Það er hins vegar líka hægt að bregða út af vananum og horfa til matarhefða annarra svæða. Hér eldum við rjúpu samkvæmt forskrift frá Toskana á Ítalíu.
Þessi útgáfa af hreindýri var á matseðli Hótel Holts í desember 1999 og vakti þá mikla og verðskuldaða athygli. Þetta er nokkuð flókinn og umfangsmikil uppskrift en það er hægt að stytta sér leið á nokkrum stöðum og einnig má skera meðlætið niður. Best er hún hins vegar þegar maður tekur hana alla leið.