Kálfakjöt með ólívum

Grikkir nota ólívur í marga rétt. Þessi heitir á grísku Kreas me Elies eða kálfur með ólívum.

Fyrir sex þarf eftirfarandi:

  • 1 kg beinlaust kálfakjöt, skorið í stóra teninga
  • 1 laukur, saxaður
  • 1,5 dl hvítvín
  • 1 dós maukaðir tómatar
  • 1/2 búnt af steinselju, saxað
  • 1 dós steinlausar svartar ólífur eða samsvarandi magn af grænum og svörtum til helminga
  • hveiti
  • ólívuolía
  • Salt og pipar

Kryddið kjötið með salti og pipar og veltið því upp úr hveiti. Hitið olíuna á pönnu og brúnið kjötbitana. Bætið þá við tómötum, hvítvíni, lauk og steinselju. Blandið öllu vel saman, setjið þá lok á pönnuna og látið malla í um 45 mínútur á vægum hita. Takið lokið af pönnunni, bætið olífunum út á og leyfið að malla áfram í um fimm mínútur.

Berið fram með hrísgrjónum.

Það fer lítið fyrir grískum vínum. Hið portúgalska Crasto passar hins vegar mjög vel með þessum rétti.

Deila.