A Mano Primitivo 2009

A Mano var eitt fyrsta rauðvínið frá Púglía sem hér náði fótfestu og stendur enn fyrir sínu og vel það. Þrúgan Primitivo er ríkjandi í rauðvínum frá þessu héraði á suðausturodda Ítalíu, hælnum á stígvélinu. Primitivo er talin erfðafræðilega skyld þrúgunni Zinfandel, einni vinsælustu þrúgu Kaliforníu.

A Mano Primitivo 2009 er dökkt og djúpt með öflugum berjamassa, þroskuð bláber, sólber og sveskjur í nefi, vottur af pipar. Mjúkt en kröftugt í munni, þægileg tannín og kryddaður ávöxtur. Gott matarvín.

1.899 krónur. Góð kaup.

 

Deila.