Dog Point Pinot Noir 2008

Dog Point er lítið vínhús sem hefur skotið sér upp á stjörnuhimininn í Nýja Sjálandi. Það er reynslumikið tvíeyki sem stendur að baki Dog Point, annars vegar Ivan Healy og hins vegar James Sutherland en þeir voru áður hjá Cloudy Bay, Sutherland stjórnaði þar vínræktinni og Healy víngerðinni.

Þetta er stór, margslunginn og flottur Pinot Noir. Þægilega þroskaður en mun þola geymslu vel í 2-3 ár til viðbótar. Þroskaður rauður skógarberjaávöxtur og kirsuber. Negull, piparkaka, sultaður rabarbari, telauf, kóngabrjóstsykur, mjúkt og ferskt í munni . Mikið vín. Með lambi og kryddjurtum eða önd.

4.990 krónur.

 

Deila.