Kampavíns Mojito

Hvers vegna ekki að blanda saman tveimur vinsælum drykkjum? Annars vegar Mojito og hins vegar kampavíni. Auðvitað er hægt að nota gott freyðivín líka, t.d. Prosecco eða Cava.

  • 2 límónur
  • 12 myntublöð og fleiri til skreytingar
  • 1 msk hrásykur
  • 8 cl romm
  • kampavín/freyðivín

Presið safann úr límónunum og möddlið saman við myntublöðin, sykurinn og rommið. Hellið í fjögur kampavínsglös og fyllið upp með ísköldu kampavíni eða freyðivíni. Skreytið með myntu ef vill.

Deila.