Rabarbaraostakaka

Þetta er ljúffeng ostakaka með rabarbara þar sem mascarpone-ostur er notaður í kremið ásamt örlítilli vanillu.

Botninn

  • 250 g McVities Digestive kex
  • 75 g smjör
  • 1 væn matskeið af rifnum engifer

Myljið kexið í matvinnsluvél. Bræðið og blandið síðan smjörinu saman við ásamt engifer. Setjið í smurt 23 sm smelluform þannig að mylsnan myndi þétt lag á botninum. Geymið í kæli

Rabarbari

  • 500 g rabarbari
  • 2 vænar matskeiðar af akasíuhunangi

Skerið rabarbarann í litla bita og setjið í eldfast form. Blandið 2 matskeiðum af hunangi saman við og eldið í ofni við 200 gráður þar til að hann er orðinn mjúkur en ekki maukaður, um 20 mínútur. Takið út, bragðið á og bætið smá hunangi við ef þið viljið hann sætari. Geymið og leyfið að kólna.

Mascarpone-krem

  • 250 g mascarpone
  • 2 dl rjómi
  • 1 egg
  • 2 msk sykur
  • 1/2 tsk vanilludropar

Léttþeytið rjómann. Skiljið að eggjahvítu og eggjarauðu.

Hrærið eggjarauðu og sykri saman við eggjarauðuna. Blandið rjómanum saman við og siðan vanilludropunum. Stífþeytið eggjahvítuna og blandið saman við mascarponekremið.

Dreifið mascarponekreminu yfir botninn. Dreifið síðan rabarbaranum yfir ásamt vökva sem kann að hafa safnast saman í fatinu.

Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Ath. að þetta er tilvalin eftirréttur fyrir góð eftirréttarvín, Sauternes, Grains Nobles frá Alsace, Tokaji, eða Late Harvest frá t.d. Chile.

 

 

 

Deila.