Kókosmakkarónur

Þessar mjúku makkarónur eru yndisleg blanda af kókos og möndlubragði.

  • 3 eggjahvítur
  • 1/2 tsk  vínsteinslyftiduft (cream of tartar)
  • 1/8 tsk salt
  • 1/3 bolli sykur
  • 1/4 tsk möndludropar
  • 1 2/3 bolli kókosmjöl

Hitið ofninn í 165 gráður.

Þeytið saman eggjahvitur, „cream of tartar“ og salt.  Þegar blandan er orðin froðukennd er sykurinn settur út í  ísmá skömmtum og þeytt þangað til að blandan stífnar. Bætið möndludropunum og kókosmjölinu varlega saman við.

Setjið eina og eina teskeið af deiginu með smá bili á milli á bökunarplötu.

Bakið i 15-20 mín eða þangað til að kökurnar byrja að taka á sig örlítið gullin lit yst.

Deila.